145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

Panama-skjölin og afleiðingar þeirra.

[10:38]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hvar á byggðu bóli í veröldinni gæti fjármálaráðherra, æðsti yfirmaður skattheimtu og skattamálefna í landinu, setið á ráðherrastóli eftir aðra eins afhjúpun og þá sem hefur nú verið gerð um þátttöku hans og aðild að aflandsfélögum í skattaskjólum? Það mundi hvergi í hinum siðmenntaða heimi, tel ég, líðast nema þá hugsanlega hér. Það er átakanlegt í ljósi þess að við Íslendingar höfum státað okkur af ríkri lýðræðishefð. Við höfum státað okkur af því fram að hruni að minnsta kosti að vera stéttlaust land, en nú er komið í ljós að þotuliðið sem stýrir Íslandi ætlar sér aðrar leikreglur en almenningur í landinu þarf að lifa við.

Það er óásættanlegt, virðulegi forseti, að hefja þingstörf, mæta hér til funda eins og ekkert hafi í skorist á meðan fjármálaráðherra (Forseti hringir.) með sína aflands- og skattaskjólssögu situr á ráðherrastóli. (Forseti hringir.) Hann á að segja af sér, hann á að sjá sóma sinn í því að segja af sér og ríkisstjórnin á að víkja frá. Strax.