145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

Panama-skjölin og afleiðingar þeirra.

[10:49]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Takk fyrir, virðulegi forseti. Menn geta beitt aflsmun í þessum þingsal, sex þingmanna aflsmun, til þess að verja siðspillta ríkisstjórn og þeir gera það.

En við í stjórnarminnihlutanum, stjórnarandstöðunni, höfum rödd. Það er skylda okkar að beita þeirri rödd og það hyggjumst við gera.

Ég lýsi vantrausti á þessa ríkisstjórn. Ég lýsi vantrausti á sitjandi fjármálaráðherra og tel að hann ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér og forsætisráðherra að rjúfa þing svo að kjósendur fái að veita þeim umboð sem þeir treysta til stjórnar landinu.