145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

kosningar í haust.

[11:28]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Þingið er búið að starfa í allan vetur. Þetta kjörtímabil hefur staðið í þrjú ár. Sum verkefnin hafa verið rædd og undirbúin í nefndum allan þann tíma og fulltrúar minnihlutaflokkanna hafa þá tekið þátt í því með meirihlutaflokkunum. Sum málin á þessum lista eru mjög langt komin. Við erum að fara að greiða atkvæði á eftir um einhver mál, kláruðum önnur í síðustu viku. Þessi fjöldi þingmála, og hversu langt þau eru komin, er ekki lengri en á hefðbundnum þingum og er ekki óeðlilegt að ljúka þeim. Það er eðlilegt að unnið sé í öllum nefndum þingsins, ekki bara í einni eða tveimur, að einhverjum einum eða tveimur málum. Tímalínan í mjög mikilvægum málum er varða afnám hafta er þannig að eðlilegt er að þingið starfi í öðrum nefndum á meðan verið er að ljúka málum er varða afnám hafta. Það skiptir máli fyrir þjóðfélagið að það starfi áfram. Það skiptir máli að ljúka alls kyns málum sem ríkisstjórnin setur ekki í neinn sérstakan forgang. Það er eðlilegt að þingið noti tíma sinn til þess að fara yfir þau mál. Það gefst nægur tími til þess (Forseti hringir.) að ástunda fagleg vinnubrögð og ljúka þessu faglega með því að endurskoða starfsáætlun þingsins.