145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

kosningar í haust.

[11:38]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Mér finnst í svörum hæstv. fjármálaráðherra svolítið eins og þessi ákvörðun að flýta kosningum hafi einhvern veginn dottið af himnum ofan eða menn hafi misst þetta út úr sér. Það varð mikil ólga í samfélaginu og ríkisstjórnin brást við því, við stöðu hæstv. forsætisráðherra sem var náttúrlega mjög slæm, og ákveður að flýta kosningum. Hún ætlar samt að klára allan málalistann í staðinn fyrir að setja bara kjördag, fara í kosningar og haft það fram yfir alla hina flokkana að geta þá sagt: Við erum tilbúin með mál, þetta eru mikilvæg mál sem við viljum klára, ef þið kjósið okkur klárum við þau. Vera í rauninni með tilbúinn loforðalista og stefnumál í næstu kosningar. (Forseti hringir.) Ég er orðin frekar ringluð í þessu. Það liggur fyrir að við munum aldrei klára einhver 70 mál, mismerkileg og sum hver nokkuð ómerkileg og skrýtin ef ég á bara að segja alveg eins og er. Það væri gott ef stjórnvöld töluðu skýrt í þessu máli.