145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[12:15]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með þeim sem hér hafa á undan talað og krafist þess eða farið þess á leit að hæstv. ráðherrar séu viðstaddir og taki þátt í umræðunni. Það segir auðvitað rosalega mikið um stöðu Íslands, um stöðu Alþingis, um stöðu meiri hlutans á Alþingi, að þingmenn og hæstv. ráðherrar helmingaskiptaflokkanna láti sig hverfa og séu fjarverandi í þessari umræðu. Auðvitað segir það okkur gríðarlega mikið um þá stöðu sem Ísland er í þegar kemur að því að takast á við þær upplýsingar sem við höfum fengið með tilvist Panama-skjalanna. Ég spyr: Er þetta fólkið sem við treystum til þess að fara í einhverja rannsókn á þessu máli? Fólkið (Forseti hringir.) sem mætir ekki einu sinni í umræðu í þingsal um málið.