145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[12:20]
Horfa

Elín Hirst (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég skráði mig á mælendaskrána í þeirri trú að ræða ætti um þessi mikilvægu mál, þ.e. skattaskjól og hvernig við getum komið í veg fyrir að fólk komi sér undan að bera þær byrðar sem samfélagssáttmáli okkar er um hvað varðar skattgreiðslur. Þess vegna finnst mér mjög leiðinlegt að við séum komin í þær stellingar eina ferðina enn að rífast um fundarstjórn forseta úr þessum stóli. Mér finnst þetta allt of mikilvægt og stórt mál til að við förum yfir í þessar æfingar í tengslum við málið. Ég vildi óska þess að við fengjum að halda góðri umræðu áfram.