145. löggjafarþing — 105. fundur,  2. maí 2016.

afstaða Framsóknarflokksins til skattaskjóla.

[15:07]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé ákveðið vandamál í þessu máli að skilaboðin frá ríkisstjórninni eru dálítið tvíátta. Það vekur auðvitað áhyggjur vegna þess að við vitum að það er maðkur í mysunni einhvers staðar. Við vitum til dæmis að gríðarlegur fjöldi þeirra sem eru í skjölunum sem hafa verið keypt hafði ekki gert grein fyrir aflandsfélögum sínum í skattframtölum. Það hefur komið fram hjá skattrannsóknarstjóra. Við vitum ekkert hverjir erlendir kröfuhafar í bankana eru. Við vitum um einn íslenskan kröfuhafa, sem er Wintris. Við vitum ekki hvort það eru fleiri og við vitum ekki hvenær slíkar kröfur voru keyptar. Það er því ástæða fyrir áhyggjum gagnvart eignarhaldi í skattaskjólum. Ég vil þess vegna halda áfram og segja að ég tel að framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hafi gert rétt (Forseti hringir.) þó að hæstv. forsætisráðherra finnist það ekki. Ég vil ganga lengra og spyrja hæstv. forsætisráðherra: Eru menn tilbúnir að ganga lengra? Til dæmis að gangast fyrir því (Forseti hringir.) að finna út hverjir kröfuhafarnir í íslensku bankana eru, hverjir íslensku kröfuhafarnir eru og fá það fyllilega upp á borðið hvenær þeir keyptu (Forseti hringir.) sínar kröfur …