145. löggjafarþing — 105. fundur,  2. maí 2016.

Fell í Suðursveit og Jökulsárlón.

725. mál
[16:30]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna fyrirspurn hv. þingmanns og fagna jafnframt þeim samhug, held ég, sem ríkir í þinginu. Það er áhugavert að heyra þann samhljóm sem hér er um að það sé ekki góðs viti ef allar helstu náttúruperlur landsins lenda í einkaeigu. Og einnig, sem ég vissi reyndar ekki, að það sé forkaupsréttur sem hægt er að nýta sér. Þess vegna er maður kannski aðeins rólegri með það.

Ég vil fagna þeim samhug sem hér er og því hvað menn í þessum sal eru samtaka í málinu og líta þetta sömu augum.