145. löggjafarþing — 107. fundur,  3. maí 2016.

útlendingar.

560. mál
[14:14]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég veit að fólki sem greiðir atkvæði með þessu gengur gott eitt til. Markmiðið er að stytta málsmeðferðina, það er göfugt markmið. En ég er ósammála nálguninni og hef áhyggjur af réttaröryggi kærenda að því marki að ég treysti mér ekki til að greiða atkvæði með frumvarpinu. Þó vil ég þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd og formanni hennar sérstaklega fyrir það að nálgast málið mjög málefnalega, taka mark á athugasemdum og í breytingartillögu meiri hlutans eru breytingar til hins betra. Ég mun greiða atkvæði með 2. lið b í breytingartillögu og 3. lið þeirrar breytingartillögu en að öðru leyti mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins.