145. löggjafarþing — 110. fundur,  12. maí 2016.

almennar íbúðir.

435. mál
[13:44]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég get alveg tekið undir með hv. þingmanni hvað þetta varðar. Ég vil nota tækifærið til að segja að hér er bara einvalalið af þingmönnum sem allir leggja sig fram og vilja leggja sig fram. Við búum við erfitt stjórnkerfi þar sem framkvæmdarvaldið hefur alltaf verið allt of sterkt. Það kom svo vel fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hvað við gætum gert til þess að breyta því en því miður hefur það ekki breyst.

Ég get þó alveg tekið undir orð hv. þingmanns um það að í nefndinni starfar gott fólk sem leggur allt sitt af mörkum til að leysa málin farsællega.

Nú ætla ég að hætta af því að þetta er farið líta út eins og maður sé á Óskarsverðlaunaafhendingu en það er bara allt í lagi. Það má alveg gera það á Alþingi líka. Við erum mannleg og við erum að leggja okkur öll fram og ég þakka fyrir starfið enn og aftur.