145. löggjafarþing — 110. fundur,  12. maí 2016.

almennar íbúðir.

435. mál
[14:51]
Horfa

Frsm. velfn. (Elsa Lára Arnardóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir verulega góða umræðu. Hún hefur verið afar ljúf og góð, upplýsandi og gagnleg, um nefndarálitið um frumvarp um almennar íbúðir. Ég vil enn og aftur nota tækifærið til að þakka fyrir mjög góða samvinnu allra nefndarmanna í hv. velferðarnefnd. Auk þess þakka ég hv. þingmönnum fyrir falleg orð sem hér hafa fallið í ræðum í minn garð. Mér þykir afar vænt um þau.

Að því sögðu vil ég bara vísa málinu um almennar íbúðir inn í velferðarnefnd að nýju þar sem við ætlum að skoða örfáa liði frumvarpsins, leggjast örlítið betur yfir m.a. Húsnæðismálasjóðinn og taka ágætissyrpu á frumvarpinu þar og afgreiða sem fyrst aftur út úr nefndinni til 3. umr. þar sem hv. þingmönnum gefst tækifæri til að flytja ræður og tala um þau atriði sem þau vilja ræða. Eins og ég segi vísa ég málinu aftur til hv. velferðarnefndar og þakka fyrir góða umræðu.