145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

dagskrá fundarins.

[13:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég vil vekja athygli á því að á dagskrá hér á eftir eru búvörulög, búvörusamningur svokallaður. Hins vegar er frumvarp um tollasamning þann sem utanríkisráðherra undirritaði við Evrópusambandið á síðasta ári ekki á dagskrá en hann á að ganga í gildi í upphafi næsta árs. Þessi mál eru nátengd og því er eðlilegt að þau séu rædd saman. Tæknilegar skýringar eru gefnar á því af hverju það er ekki gert og það verður kannski við það að una. En ég undirstrika það, fyrir hönd okkar í þingflokki Samfylkingarinnar, að okkur finnst þetta bagalegt og teljum að hið rétta hefði verið að fresta þessari umræðu þannig að hægt væri að ræða þetta tvennt saman.