145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

stefna stjórnvalda í raforkusölu.

[13:39]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Þetta er sérkennilegur málflutningur af því að margir hefðu haft áhuga á að kaupa orku hér í millitíðinni. Nú skulum við aftur koma að núgildandi samningum um raforkusölu og víkjum okkur þá að þeim samningi sem gerður var við Alcoa á Reyðarfirði. Útsöluraforkuverð er á þeim samningi og hann byggir á mjög svipuðum grunni og hinn gamli, vondi samningur við Norðurál. Vert er að minna á að samningurinn gildir til ársins 2048. Hvað ætli við töpum miklu á því að hafa gert svo vondan samning á þeim tíma og hefur hæstv. fjármálaráðherra, sem ég geri ráð fyrir að muni ekki svara þessu, látið reikna það út?

Telur hæstv. ráðherra Bjarni Benediktsson að unnt sé að gera eitthvað varðandi þjóðhagslega ómögulegan samning við Alcoa? Telur hæstv. ráðherra einhverja möguleika á að opna þennan gjafaorkusamning áður en hálf öld taps líður?