145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

almennar íbúðir.

435. mál
[14:20]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Stundum er mjög til sóma hvernig Alþingi vinnur. Það gerist af og til, verður að segjast. Þetta er slíkt tilfelli. Mér finnst við hæfi að nefna það að sjálfur mun ég sitja hjá við allar atkvæðagreiðslur í málinu, m.a. vegna þess að ég á 30% hlut í fasteign sem er að hluta til í útleigu, og til að taka af allan vafa um nokkurs konar hagsmunaárekstra mun ég sitja hjá við allar atkvæðagreiðslur í málinu.