145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:59]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég held að sú leið sem farin er í þessum samningum varðandi kvótakerfið sem hv. þingmaður kom inn á sé mjög skynsamleg. Það er alveg ljóst að markmiðið er að kerfið falli niður. Það er inni í því ákveðin aðlögun eða það er gert á ákveðnum tíma. Til að svara því og einnig seinni spurningu þingmannsins þá er rétt að minna á að í samningunum eru tvær endurskoðanir, þ.e. 2019 og 2023. Úr því að þingmaður gerði það að umtalsefni að ríkisstjórnin væri eitthvað á undarlegum stað með að leggja þetta mál fyrir og ætli að klára það, þá tel ég það alls ekki vera vegna þess að þessar endurskoðanir eru einmitt í samningnum.

Við sjáum svo að sjálfsögðu hverju fram vindur. Það eru líka ákveðnar girðingar. Takist ekki að uppfylla þau skilyrði sem gert er ráð fyrir í samningunum fyrir endurskoðunina 2019 er alveg ljóst og kemur fram að þá þarf að setjast yfir ástæður þess og bregðast við því með einhverjum hætti.