145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[15:12]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg ljóst að í þessum samningum felast einmitt ákveðin tækifæri. Það eru tækifæri fyrir bændur til að horfa á framleiðslu sína og sjá hvernig þeir geta fengið meira fyrir vörurnar. Ég held að óhætt sé að segja að sumir sjá sóknarfæri í því að geta flutt út meira af vörum, komist á stærri markað. Hér heima höfum við ákveðnar hugmyndir um það hvernig við getum aukið hlut þessarar framleiðslu á heimamarkaði. Við erum að vinna með verkefni sem þið kannski kannist við, heitir Matvælalandið Ísland. Það eru fleiri og fleiri aðilar að velta þessu fyrir sér. Þannig að samningarnir held ég að geti leitt til mikilla framfara í búgreinunum, ef þeir ná fram að ganga eins og þeir eru hugsaðir.

Auðvitað er eitthvað sem þarf að yfirstíga á leiðinni. Við þekkjum það líka. En stuðningur við íslenskan landbúnað er í sjálfu sér ekkert of mikill eða óeðlilegur í samanburði við hvað aðrir eru að gera og miðað við þær sérstöku aðstæður sem eru í landinu. (Forseti hringir.) Við erum fyrst og fremst að hugsa um að við erum með stórt land, fáa bændur, erfitt að framleiða o.s.frv.