145. löggjafarþing — 112. fundur,  18. maí 2016.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

457. mál
[15:39]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Áður en forseti gefur hv. 4. þm. Reykv. n., Össuri Skarphéðinssyni, orðið vill forseti greina frá því að atkvæðagreiðslukerfið er bilað og fer því atkvæðagreiðslan fram samkvæmt 3. mgr. 80. gr. þingskapa Alþingis sem hljóðar svo:

„Ef atkvæðagreiðsla getur eigi farið fram með rafeindabúnaði skal hún fara fram á þann hátt að hver þingmaður réttir upp hönd þegar forseti leitar atkvæða með eða móti máli eða hvaða þingmenn greiði ekki atkvæði.“