145. löggjafarþing — 113. fundur,  20. maí 2016.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

777. mál
[18:02]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara að það sé alveg skýrt að ég tel mikilvægt að þessari vinnu verði lokið með því að við veitum slíkar heimildir í hvaða formi sem við á endanum ákveðum að leggja þær til. Ég er ekki að gera lítið úr þörfinni fyrir það en bendi hins vegar á að slík tæki eru ekki töfralausn og ekki eina lausnin við þeim vanda. Þau geta eingöngu verkað sem hækja eða stuðningstæki ásamt með öðrum aðgerðum sem ég hef hér farið yfir.