145. löggjafarþing — 114. fundur,  22. maí 2016.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

777. mál
[22:53]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Herra forseti. Út af þeim andvörpum sem ég heyri hér í salnum þá verður þetta stysta ræða mín í mjög langan tíma. Ég er með eina spurningu til hv. þm. Brynjars Níelssonar. Það segir í nefndarálitinu, undirstrikað, að ekki sé vitað hverjir eru í dag raunverulegir eigendur aflandskróna. En það segir alveg skýrt að gert sé ráð fyrir því í útboðum Seðlabanka Íslands að hægt sé að kalla eftir slíkum upplýsingum og það sé skylt að veita þær sé þess óskað.

Í krafti hvaða heimilda verður það hægt?