145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

aðgerðir til að styrkja byggð í Grímsey.

[11:07]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hérna upp til að ítreka að það er auðvitað á skýrri stefnu ríkisstjórnarinnar að ljúka þessu máli. Samgönguþátturinn hefur tafist m.a. vegna fjármögnunar og hins vegar vegna þess að það var kannski ekki alveg nægilega skýrt hvort þær hugmyndir sem menn voru með mundu duga nákvæmlega til verksins. En það hefur líka komið fram varðandi samgönguhlutann að þegar er búið að ganga frá ákveðnum þáttum er varða ódýrari samgöngur fyrir eyjaskeggja. Það sem hefur staðið út af er fjölgun ferða Sæferða og ég á von á því að þau mál muni skýrast mjög fljótlega þannig að þau verði komin í höfn áður en langt um líður.