145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

618. mál
[11:12]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég gleðst yfir því að þetta mál sé komið hér til atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að taka þátt í því að skapa betra tækifæri fyrir öll störf í landinu þar á meðal störf á þessum vettvangi, nýsköpun og þróun í þessum mjög svo spennandi geira sem hefur skilað mjög miklu fyrir samfélagið. Við framsóknarmenn höfum lagt áherslu á þetta mál mjög lengi; í okkar tíð fyrir margt löngu voru upptökin. Á seinni árum hafa allir flokkar hér í þinginu skilið að þetta skiptir máli til að skapa önnur störf og margvísleg störf sem margir taka þátt í. Ég vildi bara koma hér upp og gleðjast yfir því að þetta sé komið til atkvæðagreiðslu. Þetta mun skila samfélaginu miklu á næstu árum.