145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

dómstólar.

615. mál
[11:24]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna því hér að við greiðum atkvæði í 3. umr. um þessi stóru mál sem fela í sér að nýr dómstóll, Landsréttur, mun verða að veruleika. Við munum hér á Íslandi hafa þrjú dómstig. Þessi mál fela í sér verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna sem er mikil réttarbót. Síðast en ekki síst verður meginreglan, um milliliðalausa sönnunarfærslu, nú í gildi höfð á tveimur dómstigum. Þetta er gríðarleg réttarbót, þetta er stórt skref. Ég vil óska okkur öllum til hamingju og þakka allsherjar- og menntamálanefnd fyrir frábært samstarf í þessu máli.