145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

dómstólar.

615. mál
[11:28]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. síðustu tveimur þingmönnum hér og reyndar formanni allsherjar- og menntamálanefndar líka og þakka fyrir samstarfið í nefndinni. Ég tel þetta mikilvægan áfanga í því sem við erum að gera hér til að laga réttarkerfið okkar og færa til samtímans enn frekar en verið hefur. Ég hef sett fyrirvara við málið vegna fjármögnunar, ég tel að við séum nú þegar með vanfjármagnað dómskerfi og hefur meðal annars verið bent á aðstöðu héraðsdóms og annað slíkt því til stuðnings. Engu að síður munum við vinstri græn styðja þetta mál því að það er skref í rétta átt og eitthvað sem við þurfum svo bara að halda áfram að vinna með og boðað hefur verið hér, meðal annars hvað varðar skipun dómara.