145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

783. mál
[11:55]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta eru mjög skemmtilegar og áhugaverðar umræður. Ég hef fulla trú á íslenskum landbúnaði og tel að hann sé mjög vel samkeppnisfær. Ég held að við sjáum það út um allt á mörkuðum þar sem þær vörur eru boðnar og ég held að það sé ekkert nema jákvætt um það að segja. En núna erum við að ræða þennan samning og við erum að vinna í honum og aðlögun hans að íslenskum markaði. Við sjáum hvað setur í þeim efnum og ég vona að það muni ríkja sem mest sátt um hann.