145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

þjóðaröryggisráð.

784. mál
[16:57]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er rétt, þetta fer í hefðbundið ferli. Það er skýrt að það verður haldið utan um þessi gögn. Ég tek undir það, það er mjög mikilvægt að svo verði upp á framtíðarsagnfræði þessa lands. Eins og ég sagði líka áðan þá kann að vera að einhverjum undanþáguákvæðum verði beitt. En þetta fer í hefðbundið ferli og það er mjög mikilvægt að svo verði.