145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

þjóðaröryggisráð.

784. mál
[17:47]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir fram komnar athugasemdir. Það er lykilatriði að samvinnan haldi áfram að vera góð við þingheim og utanríkismálanefnd. Ég tek vel eftir athugasemdum þingmanna um að þeim þyki öryggishugtakið ekki nægilega breitt. Ég ætla að skoða það betur. Eins finnst mér þær tillögur mjög áhugaverðar sem lúta að skipan þjóðaröryggisráðsins, þ.e. 3. gr. Ég held að við þurfum að skoða það frekar. Einnig finnst mér þær umræður sem eiga sér stað um nálgunina mjög góðar, hvort það séu lýðræðislega kjörnir fulltrúar og þeir kalli svo til sín sérfræðinga og líka hin breiða nálgun sem nefnd var varðandi fjármálaógnina og hverja ætti að kalla að borðinu. Ég þakka fyrir þær og ég mun skoða það enn frekar.