145. löggjafarþing — 120. fundur,  30. maí 2016.

heimsókn barna úr Dalskóla.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Fyrir skömmu heimsótti Alþingishúsið hópur sjö ára barna úr Dalskóla í Grafarvogi. Þau afhentu þinginu gjöf sem er verkefni sem þau hafa unnið að í vetur og snýr að því hvað þau telja mikilvægast í lífinu. Gjöfinni fylgdi svohljóðandi bréf:

„Kæru alþingismenn og ráðherrar. Þetta er það sem okkur finnst mikilvægast í lífinu. Viljið þið passa vel upp á þessi atriði þegar þið stjórnið landinu okkar?“

Síðan eru talin upp 15 atriði sem lögð er áhersla á, svo sem hreint vatn, foreldrar, notalegt heimili, eigið svefnherbergi, lýðræðislegar kosningar og reglur. Þessi skilaboð unga fólksins eru varðveitt á skrifstofu þingsins og aðgengileg þingmönnum.