145. löggjafarþing — 120. fundur,  30. maí 2016.

rannsókn á þætti Landspítalans í umdeildri barkaígræðsluaðgerð.

533. mál
[15:13]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi nú eingöngu gera stutta athugasemd og þakka fyrir þessa umræðu. Ég held að það sé brýnt að við drepum á þessum málum hér í þingsal og ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda, Elínu Hirst, fyrir að vekja athygli á málinu. Ég vil einnig þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir að bregðast vel við og hafa tekið undir það að fulltrúi úr ráðuneytinu væri viðstaddur viðtöl og rannsókn á málinu úti í Svíþjóð og einnig að vísa þá málinu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ég á sæti í.

Ég hef ekki tíma til að ræða það hér en það er þó áhyggjuefni í fámennu landi að þegar um læknamistök er að ræða almennt þá séu læknar sjálfir, aðrir kollegar úr starfsstétt, fengnir til þess að ákveða (Forseti hringir.) hvort mistök hafi átt sér stað eða hvort ræða þurfi um bætur. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða á næstu missirum.