145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

tryggingagjald og samsköttun milli skattþrepa.

[13:42]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Fullt af verkefnum bíður framtíðar. Við höfum verið að taka á mjög mörgum málum en það er ekki hægt að gera allt í einu. Ég veit að hv. þingmaður skilur það.

Það er mjög mikilvægt þegar að menn fara út og hækka bætur eða auka rekstrarkostnað í ákveðnum stofnunum eða fara í fjárfestingar, sem veruleg þörf er á í mörgum innviðum hringinn í kringum landið, að þar sé sjálfbær rekstur, þ.e. að tekjur ríkisins standi undir því. Það er lykilatriði. Einn liður í því var, eins og fram hefur komið í þessu frumvarpi frá ríkisstjórninni, að tryggja það með þessum hætti inn í fjármálaáætlunina.

Ég get bara sagt að tillagan mun ekki fara hér í gegn á þessum tímapunkti. Annaðhvort verður að leggjast betur yfir hana í nefndinni fyrir haustið, finna betri rök, eða þá tekjumöguleika á móti, því að það er ekki hægt að skilja þessa 3,5 milljarða eftir ófjármagnaða. Við þurfum virkilega á þeim (Forseti hringir.) fjármunum að halda í ýmis góð verkefni.