145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

uppfylling stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

[13:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mikið voru þetta þunn svör við mjög skýrum spurningum. Mig langar að spyrja hæstv. forseta aftur hvar honum finnist hafa tekist best til varðandi það að tryggja öryggi og velferð aldraðra?

Ég ætla aftur að grípa niður í þessa stefnuyfirlýsingu. Það er svo auðvelt að búa til fallegar stefnur en ekki auðvelt að framfylgja þeim. Með leyfi forseta:

„Unnið verður að því að tryggja jafnrétti allra landsmanna, óháð einstaklingsbundnum þáttum og stöðu að öðru leyti, svo sem vegna búsetu, og að rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafnræði.“

Mig langar að spyrja og fá skýr svör við því hvar hæstv. forsætisráðherra finnist hafa tekist best að tryggja jafnrétti allra landsmanna? Hvaða dyggðir eru það sem tryggja best farsæld og jafnræði?