145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.

787. mál
[16:02]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég óttast að hv. þingmaður sé orðinn of þjálfaður í þingtæknilegum undanbrögðum. Ég spurði hann einfaldrar spurningar. Hann skaut sér undan að svara henni.

Ég spyr hann aftur: Styður hann að bannað verði að Íslendingar eigi reikninga á skattaaflandseyjum þar sem fyrir liggur að umbúnaður yfirvalda í viðkomandi ríki er með þeim hætti að íslensk yfirvöld geta ekki sannreynt upplýsingar um eignarhald, rekstur og greidda skatta?

Styður hann það? Já eða nei.