145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl.

787. mál
[17:08]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir falleg orð (ÖS: Verðskulduð.) — og verðskulduð, já, þakka þér fyrir — og hvatninguna til að koma oftar upp í ræðustól. Ég get glatt hann með því að ég var að kíkja á það að ég tala stöðugt meira eftir því sem ég sit fleiri ár. Það virðist vera þannig að eftir því sem maður situr lengur hérna talar maður meira. Það er þróunin. En það er nýtt að skorað sé á menn að fara í ræður. Ég hafði hugsað mér að sitja þögull og greiða fyrir umræðunni en komst ekki upp með það. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hvetja mig til dáða.

Ég heyrði enga sérstaka spurningu í þessu andsvari og vildi aðeins koma upp til að þakka hv. þingmanni fyrir orðaskiptin. Ég tel að við séum öllu bættari með þessu spjalli.