145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

457. mál
[18:07]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil koma hér upp og fagna því að þetta frumvarp er nú að verða að lögum. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir öflugt starf í þessu samhengi, hv. framsögumanni fyrir mikla vinnu við þetta frumvarp. Ég tel að þarna séum við að stíga mörg stór skref. Við erum að stíga stór skref í því að lifa í nýjum veruleika þar sem deilihagkerfið er mikilvægur þáttur. Við erum að einfalda regluverk í kringum það og gera fólki auðveldara um vik að starfa og vera í slíku umhverfi. Einnig erum við almennt að einfalda þetta fyrirkomulag. Ég hef trú á því að þarna séum við að stíga stórt skref fram á við og þakka kærlega hv. nefnd og hv. þingheimi fyrir góða afgreiðslu á þessu máli.