145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl.

791. mál
[20:18]
Horfa

Frsm. stjórnsk.- og eftirln. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður lýsti fyrst og fremst sínum viðhorfum. Ég hef áður lýst mínum viðhorfum. En síðan kom ákveðin spurning um þetta þingmál og þá rannsókn sem hér er lagt til að ráðist verði í. Hún er skilgreind í greinargerð með frumvarpinu og er vísað þar í bréf frá umboðsmanni Alþingis sem er ráðgefandi þinginu í þessum efnum. Við höfum farið yfir erindi hans á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Síðan kemur skilmerkilega fram í þingmálinu og greinargerð með því um hvað málið snýst.