145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

ný skógræktarstofnun.

672. mál
[21:48]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka Líneik Önnu Sævarsdóttur fyrir fyrirspurnina. Ég tel rétt að leggja áherslu á að þetta samráð verði virkt. Maður veltir því stundum fyrir sér hvort maður geti í nefndaráliti orðað hlutina með þeim hætti að maður tryggi endanlega að það komi fram sem vilji nefndarinnar stendur fyrir. Ég get sagt það héðan úr þessum ræðustól að nefndin leggur áherslu á að um virkt samráð verði að ræða. Síðan telur nefndin að það verði að láta reyna á framkvæmd ákvæðisins við heildarendurskoðun laga um skógræktina. Þess vegna vonast ég til þess að það samráð sem nefndin hvetur til, og er í raun andlag þess lagaákvæðis sem hv. þingmaður benti á, verði þannig og ef því verður ekki fylgt þá kemur það væntanlega til umfjöllunar þegar heildarendurskoðun laga um skógrækt fer fram.