145. löggjafarþing — 123. fundur,  1. júní 2016.

lögreglulög.

658. mál
[16:58]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu máli mjög og þakka hv. nefnd sérstaklega fyrir að fara vel yfir það og gera mjög rökréttar breytingar á því. Ég vildi hins vegar nýta tækifærið og minna á 12. mál á þingi, mál sem Píratar lögðu fram, þingsályktunartillögu um sjálfstætt eftirlit með lögreglu. Við erum eindregið þeirrar skoðunar að það megi ganga miklu lengra, það séu nú þegar forsendur til þess, en þetta er vissulega skref í rétta átt. Við vonum auðvitað að þetta sé sem stærst skref í rétta átt, fögnum því málinu og greiðum að sjálfsögðu atkvæði með því.