145. löggjafarþing — 123. fundur,  1. júní 2016.

lögreglulög.

658. mál
[16:59]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Vegna þess að gætt hefur einhvers misskilnings í umræðunni í samfélaginu varðandi þetta atriði, innra eftirlit sem varðar ríkislögreglustjórann, vil ég bara taka fram að eins og kemur fram í umsögnum um málið og í umræðunni er lykilatriði að téð eftirlit með lögreglu sem frumvarpinu er ætlað að ná fram, og vissulega einnig í tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með lögreglu, sé ytra eftirlit, að ekki sé einungis til staðar eitthvert innra eftirlit. Að því sögðu er sjálfsagt að ræða áfram innra eftirlit lögreglunnar eftir því sem umræðan þróast.

Ég styð þó og greiði atkvæði með því að 1. gr. frumvarpsins falli brott þar sem það mál þarfnast mun betri yfirferðar, en ítreka að þar er um innra eftirlit að ræða, ekki ytra eftirlit.