145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun.

[10:57]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Um það erum við sammála að málið er alvarlegt. Það er þess vegna sem málið hefur orðið tilefni bréfaskrifa frá mér til Bankasýslunnar, frá Bankasýslunni til Landsbankans, tilefni umræðu innan stjórnar bankans, verið tekið til umræðu á aðalfundi bankans, tengst breytingum í stjórn bankans o.s.frv. Ég mun áfram gera mitt ýtrasta til þess að fá allt fram, fá allt upp á borðið, taka það hingað inn í þingsal til umræðu þannig að tryggt sé að mistök af þessum toga endurtaki sig ekki og ég hef lagt á það mikla áherslu við Bankasýsluna að gerðar séu allar viðeigandi ráðstafanir til þess að það endurtaki sig ekki.