145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

almennar félagsíbúðir.

435. mál
[11:20]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað upp sem framsögumaður málsins til að þakka hv. velferðarnefnd fyrir alla þá gríðarlega miklu vinnu sem hún hefur unnið í þessu máli á 28 fundum hv. velferðarnefndar. Hér er stigið mjög mikilvægt skref í mikilvægri uppbyggingu á leiguíbúðum. Þetta er ein sú mesta uppbygging sem orðið hefur á húsnæðismarkaði frá því að Breiðholtið var byggt. Það er ánægjulegt að segja frá því að nú þegar hafa fjölmörg sveitarfélög víða um landið haft samband og sýnt þessu verkefni áhuga. Ég sem framsögumaður málsins vil þakka hv. velferðarnefnd enn og aftur fyrir alla þá góðu samstöðu og hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra óska ég innilega til hamingju með þennan stóra áfanga.