145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

grunnskólar.

675. mál
[12:02]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við vinstri græn munum greiða atkvæði með frístundaheimilisþættinum sem hér er undir og er verið að búa til góðan og mjög nauðsynlegan ramma um. Við komum til með að sitja hjá við afgreiðsluna á sjálfstætt reknum grunnskólum og teljum ýmsum spurningum ósvarað þar, t.d. hvernig sú niðurstaða er fengin og hvort einfaldur meiri hluti sveitarstjórnarmanna ræður því hvort farið er út í einkavæðingu þar sem ekki annað býðst eða hvort það þurfi að koma frá sveitarfélaginu sjálfu eða íbúum þess. Við höfum áhyggjur af starfskjörum kennara og réttindum. Því hefur ekki verið svarað. Svo erum við algjörlega mótfallin því að það geti verið sveitarfélaginu í sjálfsvald sett að ráða til sín einhvern einkaaðila, hvort reksturinn verður í formi hlutafélags eða sjálfseignarstofnunar eða einhvers annars, því að við teljum auðvitað að rekstur grunnskóla eigi ekki að vera hagnaðardrifinn (Forseti hringir.) á neinum tímapunkti. Því getum við ekki fallist á þessa tillögu.