145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:16]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp til laga um heildarendurskoðun á lögum um útlendinga ásamt breytingum á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Þetta frumvarp styð ég heils hugar. Mér finnst það mikill heiður að hafa fengið að vera þátttakandi í þeirri vinnu sem farið hefur fram við undirbúning frumvarpsins og eins við vinnslu þess í allsherjar- og menntamálanefnd. Ég tel að þar hafi orðið til vinnulag sem við getum nýtt á margan hátt annars staðar. Þegar frumvarpið hefur verið samþykkt tel ég að það verði til mikilla bóta fyrir málaflokkinn í heild sem auðvitað þarf svo líka að ná til vinnu í kringum innflytjendur.