145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[12:28]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Eins og komið hefur fram greiðum við hér atkvæði um lög um útlendinga. Hér hefur komið fram að um er að ræða gríðarlega stórt og mikið mál eins og ég sagði í gærkvöldi, málsskjöl upp á 190 blaðsíður, en það fær litla sem enga umræðu hér í þinginu. Margir hv. þingmenn tala mikið um að fólkið í landinu þurfi að fá tíma til að átta sig á hlutunum og ræða málin. Við gefum ekki það svigrúm með þeim hraða sem hér er. Það er verið að opna margar dyr í þessu frumvarpi þó að það sé líka margt mjög gott, eins og hér hefur komið fram, í því. Svíar hafa sagt okkur að þeir hafi verið barnslegir í málefnum útlendinga. Danir hafa myndað þjóðarsamstöðu um að hamla för fólks til landsins sem leitar að ókeypis framfærslu. Við þurfum að vara okkur á því og þess vegna mun ég sitja hjá.