145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

húsaleigulög.

399. mál
[12:38]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um ný húsaleigulög. Ég sem framsögumaður málsins taldi ástæðu til að koma upp í örstutta umfjöllun um atkvæðagreiðsluna. Frumvarpið sem við greiðum atkvæði um í dag snýst fyrst og fremst um að bæta og skýra réttindi bæði leigusala og leigjenda. Þetta frumvarp eru mikið framfaraskref og hluti af því að bæta leigumarkaðinn á Íslandi. Öll fjögur húsnæðisfrumvörp hæstv. húsnæðismálaráðherra hafa verið afgreidd í fullri sátt út úr velferðarnefnd. Ég vil þakka nefndinni enn og aftur fyrir gott samstarf og óska húsnæðismálaráðherra til hamingju og styð að sjálfsögðu frumvarpið heils hugar.