145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti.

668. mál
[12:42]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég kem hér upp til að lýsa yfir ánægju minni með frumvarpið og þá samstöðu sem myndaðist í nefndinni um frumvarpið. Ég þakka ríkisstjórninni fyrir þetta frumvarp sem stórbætir umhverfi fyrir nýsköpun af ýmsu tagi, stóreykur stuðning til rannsókna og þróunar. Það eru ýmsar nýjungar þarna sem ég held að muni nýtast til að bæta allt umhverfi og samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, smárra sem meðalstórra, í nýsköpun og þróun. Ég fagna þessu.