145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

ný skógræktarstofnun.

672. mál
[12:45]
Horfa

Elín Hirst (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar að fagna þessu máli. Hér er verið að stíga skref til þess að sameina í eina stofnun Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt. Þetta gerir stjórnsýslu í málaflokknum einfaldari og sterkari og er einnig í samræmi við þá umhverfisáherslu sem við Íslendingar þurfum að leggja á alla hluti nú til dags. Ég vil gjarnan sjá að endurskoðun skógræktar- og landgræðslulaga verði hraðað, og þá verði kannski hægt að sjá frekari sameiningu á þessum vettvangi í nánustu framtíð.