145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Svartfjallalands (Montenegró).

788. mál
[15:22]
Horfa

Elín Hirst (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð eindregið að þessi tillaga verði samþykkt á Alþingi í dag. Íslendingar eiga að standa með smáríkjum eins og Svartfjallalandi enda hafa Svartfellingar staðist þau próf og skilyrði sem Atlantshafsbandalagið hefur sett og þá verða Svartfellingar 29. ríkið í NATO sem ég tel að muni leiða til aukins stöðugleika og öryggis í Evrópu og ýta enn frekar undir lýðræðisþróun.