145. löggjafarþing — 124. fundur,  2. júní 2016.

viðbótarsamningur við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Svartfjallalands (Montenegró).

788. mál
[15:22]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil við þetta tækifæri árétta þá stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að Atlantshafsbandalagið sé veruleg ógn við frið og öryggi í heiminum. Það verður ekki séð að enn frekari stækkun bandalagsins geti verið jákvætt skref í öryggismálum Evrópu eða heimsins alls ef því er að skipta. Það er með vísan í þessa afstöðu sem við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munum sitja hjá við afgreiðslu málsins.