145. löggjafarþing — 125. fundur,  2. júní 2016.

skattar og gjöld.

667. mál
[15:31]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Frú forseti. Eins og kom fram í atkvæðagreiðslu áðan studdum við þingmenn Vinstri grænna lækkun tryggingagjalds en gerum hins vegar verulegar athugasemdir við bæði þau áhrif sem samþykkt þessa frumvarps hefur á tekjuáætlun ríkissjóðs, dregur úr henni um 3 milljarða, sem og þau áhrif sem þetta hefur til tekjuójöfnunar þar sem þetta gagnast fyrst og fremst tekjuhærri heimilum og fremur körlum en konum.

Við sitjum þess vegna hjá við heildarafgreiðslu þessa máls þótt við höfum stutt lækkun tryggingagjalds.