145. löggjafarþing — 125. fundur,  2. júní 2016.

skattar og gjöld.

667. mál
[15:32]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Um leið og við erum búin að hækka stólinn hérna ætla ég að segja að ég styð þetta frumvarp þrátt fyrir þá agnúa sem ég lýsti við 2. umr. að væru á 9. og 10. gr. frumvarpsins. Því miður gafst efnahags- og viðskiptanefnd ekki tími til að kalla til sín aðila og fara í gegnum þau atriði sem þar eru gerðar athugasemdir við. Í samtölum mínum við nokkra fulltrúa í efnahags- og viðskiptanefnd hef ég verið fullvissaður um að ef til kemur að eitthvað þurfi að lagfæra þessi lög eða nýr bandormur komi í haust verði þetta tekið upp og skoðað, kostir og gallar þess, þannig að þeir aðilar sem hafa misjafnar skoðanir á þessu máli fái að koma fyrir nefndina og lýsa sjónarmiðum sínum. Eins og ég segi er margt í þessu frumvarpi sem ég styð þrátt fyrir þessa agnúa og ég ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu við 3. umr. í heild sinni.