145. löggjafarþing — 125. fundur,  2. júní 2016.

útlendingar.

728. mál
[15:41]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að þetta frumvarp sé að verða að lögum. Ég vildi bara við lokaatkvæðagreiðsluna koma inn á lítinn bút í lokunum á frumvarpinu sem snýr að auknum réttindum og tækifærum varðandi möguleika fólks af erlendum uppruna til að koma hingað og starfa. Ítrekað hefur komið fram hjá ýmsum fyrirtækjum að það hefur verið erfitt og flókið að fá hingað til lands erlenda sérfræðinga þannig að það var unnið að breytingum á þessu frumvarpi í góðu samráði við aðila vinnumarkaðarins enn á ný. Það er einkar ánægjulegt að sjá þá samstöðu sem er um þær breytingar sem munu efla vinnumarkaðinn til framtíðar.